Framlengt við unga og öfluga leikmennPrenta

Körfubolti

Nýverið framlengdu fimm ungir og öflugir leikmenn áfram við Njarðvík og þá snéri Brynjar Þór Guðnason aftur í raðir Njarðvíkinga frá Reyni Sandgerði.

Frá vinstri á meðfylgjandi mynd eru þetta Hilmar Hafsteinsson, Elvar Ingi Róbertsson, Gabríel Sindri Möller, Brynjar Þór Guðnason og Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson. Á myndina vantar Hermann Inga Harðason.

Hilmar Hafsteinsson skoraði í fimm deildarleikjum með Njarðvík á síðasta tímabili og lék alls 12 leiki en Elvar Ingi Róbertsson var á skýrslu í sex leikjum en kom ekki við sögu. Gabríel Sindri var á skýrslu í 17 leikjum og kom einu sinni inná. Eins og áður segir var Brynjar Þór að snúa aftur í raðir Njarðvíkinga frá Reyni Sandgerði og þá var Gunnlaugur Sveinn á skýrslu í 21 deildarleik og kom inná í þremur þeirra.

Hermann Ingi var á leikskýrslu í 14 leikjum á síðasta tímabili og kom inná í þremur þeirra.

#ÁframNjarðvík

*Minnum á 17. júníkaffi KKD UMFN