Frábær sigur gegn ÍR!Prenta

Körfubolti

Frábær sigur í kvöld gegn ÍR í næstsíðustu umferð Domino´s-deildar karla. Fyrirliðinn Logi Gunnarsson trekkti vélina í gang í þriðja leikhluta og 79-72 sigur staðreynd í einum allra mikilvægasta leik okkar til þessa á tímabilinu.

Það er skammt stórra högga á milli Njarðvíkingar því lokaumferðin fer fram á fimmtudag og þá mætum við Þór í Þorlákshöfn. Verið er að kanna möguleikann á sætaferðum í Þorlákshöfn og munum við flytja nánari fréttir af því á morgun.

Körfuknattleiksdeild UMFN þakkar kærlega fyrir framúrskarandi stuðning við liðið í kvöld en stemmningin í Ljónagryfjunni á svona leikjum er engu lík. Fjölmennum í Þorlákshöfn og tryggjum með rækilegum stuðningi að það verði fleiri heimaleikir í Ljónagryfjunni þetta tímabilið!

Helstu tölur í kvöld:
Logi Gunnarsson 26 stig – 5 stoðsendingar
Myron Dempsey 22 stig – 9 fráköst – 5 stoðsendingar
Jeremy Atkinson – 9 stig
Jóhann Árni Ólafsson – 8 stig og 8 fráköst

#ÁframNjarðvík