Foreldrafundur vegna LandsbankamótsPrenta

Sund

Miðvikudaginn 6. apríl kl. 20:00 verður foreldrafundur í K-salnum vegna Landsbankamóts ÍRB. Allir sundmenn sem taka þátt í mótinu verða að eiga fulltrúa á fundinum.

Á fundinum verður farið yfir skipulag mótsins og foreldrar beðnir um að skrá sig til vinnu.

Mótið er stærsta mót okkar og mikilvæg fjáröflun og því mikilvægt að við stöndum öll saman til þess að allt gangi vel.

Sundmenn í Sprettfiskum, Flugfiskum, Sverðfiskum, Háhyrningum, Framtíðarhópi, Keppnishópi og Afrekshópi keppa á mótinu og er óskað eftir fulltrúum frá öllum sundmönnum okkar sem fara á mótið á fundinn.

https://www.facebook.com/events/1669615263299400/