Flottir taktar hjá 9. flokki karla um helginaPrenta

Körfubolti

9.flokkur karla 25.-26. Nóvember

Drengirnir kepptu nú aðra helgina í röð og fór fjölliðamótið fram í Ljónagryfjunni. En leikmenn 8.flokks spila í 9.flokknum ásamt einum leikmanni á réttum aldri, ef svo má að segja, honum Svein Andra. Úrslitin voru ekki eins og við óskuðum þessa helgina, en svona er nú körfuboltinn. Leikmenn okkar sýndu oft á tíðum marga góða takta gegn stærri og eldri leikmönnum, en þeir eru alltaf að bæta sig og verður spennandi að fylgjast með þeim í vetur.

Njarðvík 40 – 56 Ármann
Leikurinn fór fjörlega af stað og skiptust liðum á körfum. En í öðrum leikhluta sigu Ármann aðeins fram úr og fóru með átta stiga forskot inn í hálfleik. Okkar með sigruðu þriðja leikhluta með 3 stigum en það var slæmur kafli í byrjun fjórða leikhluta sem kostaði okkur leikinn. Leikmenn Ármanns sýndu þá frábæra spilamennsku og skoruðu tíu fyrstu stig leikhlutans. Lokatölur 40 – 56.
Stigaskor: Róbert 15, Sveinn 7, Ingólfur 6, Sigurður 5, Sigurbergur 5, Kristófer 2.

Njarðvík 41 – 56 ÍR
Okkar menn mættu spræku liði ÍR í seinni leiknum á laugardeginum. Strákarnir byrjuðu leikinn frábærlega og komumst í 12 – 0. Í hálfleik voru strákarnir með 7 stiga forskot 22-15. En seinni hálfleikur var eign ÍR drengja, þar sem þeir spiluðu grimma pressuvörn og ýttu okkar mönnum út úr sóknaraðgerðum sínum. 23 stig ÍR í þriðja leikhluta einum var of stór biti og niðurstaðan súr. Lokatölur 41-54.
Stigaskor: Róbert 25, Sigurbergur 6, Ingólfur 4, Sveinn 4, Sigurður 2.

Njarðvík 31 – 66 Fjölnir B
Lokaleikur mótsins var gegn drengjunum úr Grafarvogi. Fjölnir byrjaði betur en okkar menn voru aldrei langt undan, staðan 11 – 14 eftir fyrsta leikhluta. Strákarnir fengu erfitt verkefni að gæta hávaxinna leikmanna Fjölnis og varð frákastabaráttan erfið. Illa gekk bæði í vörn og sókn það sem eftir lifði leiks og niðurstaðan eftir því. Fjölnismenn stóðu sig vel og barátta okkar manna var ekki nóg í þetta skiptið. Ljóst er því að 9.flokkur drengja mun spila í E-riðli á næsta móti.
Stigaskor: Róbert 17, Sigurbergur 4, Sigurður 3, Guðjón 3, Sveinn 3, Kristófer 2.