Nú er klárt hvaða leikir verða sýndir beint á Stöð 2 Sport úr fyrstu umferðum Domino´s deilda karla og kvenna. Sýnt verður fjóra daga í röð þegar keppnistímabilið hefst. Karlalið okkar Njarðvíkinga verður í beinni útsendingu fyrstu þrjár umferðir mótsins í karlaflokki!
Karlalið Njarðvíkur verður í beinni í fyrstu umferð Domino´s-deildarinnar þegar okkar menn heimsækja Íslands- og bikarmeistara KR í Vesturbæinn þann 5. október.
Njarðvíkurliðið verður aftur í beinni í annarri umferð gegn Þór Þorlákshöfn þann 12. október og aftur í þriðju umferð þegar fyrsti heimaleikur tímabilsins á sér stað gegn Stjörnunni þann 20. október.
Í lok októbermánaðar verður kvennaliðið okkar í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport þegar Njarðvík tekur á móti Breiðablik kl. 16:30 í Ljónagryfjunni í 6. umferð deildarinnar.
Hér á heimasíðu KKÍ má sjá nánar um beinar útsendingar í vetur