Fjölnir-Njarðvík og landsleikjahlé eftir kvöldiðPrenta

Körfubolti

Ljónynjur leggja leið sína í höfuðstaðinn í dag og mæta Fjölni kl. 19:15 í Subway-deild kvenna. Fyrir kvöldið er Njarðvík með fjóra sigra og tvo tapleiki í deildinni en Fjölnir í 8. sæti með tvo sigra og fjóra tapleiki.

Skemmst er frá því að segja að okkar konur mæta þarna fyrrum liðsfélaga sínum í portúgalska bakverðinum Raquel Laneiro. Tvö verðmæt stig í boði og við hvetjum Njarðvíkinga til að leggja sér leið í Dalhús í kvöld.

Landsleikjahlé er framundan eftir kvöldið í kvöld en Ísland mætir Rúmeníu í Constanta þann 9. nóvember og Tyrklandi í Ólafssal þann 12. nóvember í undankeppni EM 2025. Næsti leikur kvennaliðs Njarðvíkur í deildinni er því þann 19. nóvember þegar nýliðar Snæfells koma í Ljónagryfjuna.