Fjölnir-Njarðvík: Leikur 3 kl. 18.15 í DalhúsumPrenta

Körfubolti

Fjölnir og Njarðvík mætast í sinni þriðju viðureign í kvöld kl. 18.15 í Dalhúsum í Grafarvogi. Fjölnismenn tóku 1-0 forystu en okkar konur jöfnuðu í síðasta leik og staðan því 1-1.

Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki kemst áfram í úrslitaseríuna svo það er ljóst að okkar konur þurfa að taka sigur í Grafarvogi ætli þær sér áfram. Það hefst auðvitað með myndarlegri mætingu í stúkuna – gerum Dalhús græn í kvöld!

Leikur kvöldsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.