Fjölnir b – Njarðvík í Dalhúsum í kvöldPrenta

Körfubolti

Njarðvík mætir Fjölni b í 1. deild kvenna í kvöld en leikurinn hefst kl. 19.30 í Dalhúsum í Grafarvogi. Með sigri í kvöld geta okkar konur komist einar á topp deildarinnar!

Njarðvík er í 2. sæti deildarinnar með 24 stig og hafa unnið 11 leiki í röð og eru sjóðheitar um þessar mundir. ÍR er á toppi deildarinnar með 26 stig en eftir kvöldið í kvöld munu liðin hafa leiki jafn marga leiki.

Fjölnir b er í 4. sæti deildarinnar með 12 stig en fyrri viðureign Njarðvíkur og Fjölnis í Njarðtaksgryfjunni fór 94-73 fyrir okkar konur. Í kvöld verða 100 miðar í boði á leikinn og þeir sem ætla sér í Dalhús að styðja við liðið er bent á miðakaup í gegnum Stubbur-app.