Fjölnir 1-0 Njarðvík: Leikur tvö á fimmtudag í Gryfjunni!Prenta

Körfubolti

Fyrstu viðureign gegn deildarmeisturum Fjölnis er lokið og Grafarvogskonur tóku þar 1-0 forystu í rimmunni með 69-62 sigri. Kamilla Sól Viktorsdóttir var stigahæst Njarðvíkurkvenna með 16 stig og Aliyah Collier var með 14 stig og 23 fráköst.

Njarðvík gerði nokkrar heiðarlegar tilraunir til þess að komast upp að hlið Fjölnis en heimakonur héldu velli og unnu sigur. Næsti slagur liðanna er í Ljónagryfjunni fimmtudaginn 7. apríl kl. 20:15.

Líkast til mæta Fjölniskonur í þann leik án Aliyah Mazyck sem fékk tvær óíþróttamannslegar villur í gær og hennar önnur brottvísun á tímabilinu úr húsi þessa leiktíðina sem líkast til verður dæmt sem eins leiks bann. Þó gæti verið að vegna ákvæðis í reglugerð um að eldri brot fyrnist eftir að úrslitakeppnin byrjar þá verði niðurstaða í máli Aliyah Mazyck bara áminning.

Hvað sem raular og tautar þá ætlum við Njarðvíkingar að mála stúkuna okkar græna og styðja Njarðvík til sigurs og jafna einvígið. Það er fátt skemmtilegra en Ljónagryfjan í úrslitakeppninni – hlökkum til að sjá ykkur. Áfram Njarðvík!

Hér gefur að líta umfjallanir helstu miðla frá leiknum í gær:

Karfan.is: Fjölnir tók forystuna gegn Njarðvík

VF.is: Njarðvík tapaði fyrstu viðureigninni gegn Fjölni

Vísir.is: Sanngjarn sigur: 30-3 áhlaup gerði í raun út um leikinn

MBL.is: Byrjunin lofar mjög góðu

RÚV: Fjölnir vann fyrsta leikinn gegn Njarðvík

Kamilla í viðtali Karfan.is eftir leik í Dalhúsum