Njarðvík vann í gærkvöldi sterkan 76-87 sigur á Haukum í Domino´s-deild karla. Fjölbreytt framlag hjá piltunum kom úr ýmsum áttum og eftir sigurinn stöndum við í 5. sæti með 24 stig og tvær umferðir eftir af deildarkeppninni.
Kristinn Pálsson var stigahæstur í gær með 15 stig, 6 fráköst og 4 stoðsendingar, Logi setti 14, Maciek bætti við 13, Auri 10 og Mario 9. Mario, Logi, Jón Arnór og Óli Helgi voru svo allir 100% í 2ja stiga, prima frammistaða!
Næsti deildarleikur er 12. mars á heimavelli gegn Fjölni og deildarkeppninni lýkur svo 19. mars þegar við heimsækjum Þór í Þorlákshöfn.
Hér gefur að líta umfjallanir um leikinn frá því í gær:
Karfan.is: https://www.karfan.is/2020/03/mikilvaegur-sigur-njardvikur-i-olafssal/
Vísir.is: https://www.visir.is/g/2020200309524/umfjollun-og-vidtol-haukar-njard-vik-76-87-njardvik-upp-ad-hlid-kr
Mynd/ Bára Dröfn – Einar Árni ræði viðr Njarðvíkurliðið í Ólafssal