Fjögur mikilvæg stig á ferðinniPrenta

Körfubolti

Njarðvíkurliðin leika tvo leiki næstu tvö kvöld þar sem fjögur afar mikilvæg stig verða á ferðinni. Annað kvöld, miðvikudaginn 25. janúar heldur kvennalið Njarðvíkur til Garðabæjar og leikur gegn Stjörnunni kl. 19:15 í Ásgarði. Þessi tvö lið berjast hart um laust sæti í úrslitakeppninni.

Á fimmtudagskvöld eigast svo við Njarðvík og Tindastóll í Domino´s-deild karla og hefst sá leikur einnig kl. 19:15. Fjölmennum á báða leikina gott fólk og styðjum rækilega við bakið á liðunum okkar og skutlumst svo saman kát á Þorrablót UMFN um helgina.

Event: Njarðvík-Tindastóll

#ÁframNjarðvík