Fínn árangur hjá stúlkunum í 5. flokki á TM mótinu í EyjumPrenta

Fótbolti

Stelpurnar í 5. flokki voru meðal þátttakenda á TM mótinu í Eyjum sem lauk í dag. Stelpurnar stóðu sig ótrúlega vel á sínu fyrsta stórmóti. Þær spiluðu allt í allt 10 leiki og var niðurstaðan úr þeim 4 sigrar, 4 töp og 2 jafntefli. Á fyrsta og öðrum degi lentu þær í 2.sæti í sínum riðlum og voru framfarir miklar hjá þeim með hverjum leik sem þær spiluðu. Á þriðja degi gerðu þær sér svo lítið fyrir og unnu sinn riðil án þess að tapa leik! Með því unnu þær sér rétt á því að spila til úrslita um Bergeyjarbikarinn. Í þeim leik spiluðu þær á móti sterku liði Fjölnis og sást það á stelpunum að þær voru mjög þreyttar eftir langt mót. Leikurinn endaði því miður með ósigri og því 2.sætið okkar. Mjög góður árangur og mikil reynsla sem fer í reynslubankann fyrir næstu leiki og mót.

Einnig má nefna það að einn leikmaður Ragna Talía Magnúsdóttir var valin til að spila með pressuliðinu á móti landsliðinu og var hún sáranálægt því að skora mark í leik sem endaði með jafntefli.

Myndirnar eru frá foreldrum og þjálfara.