Sjö lið á toppnum: Sigur í SmáranumPrenta

Körfubolti

Njarðvík vann nauman 93-99 sigur á Breiðablik í Smáranum í gær. Þar með eru sjö lið orðin jöfn á toppi deildarinnar með 8 stig. Óhætt að segja að deildin sé jöfn þetta árið og stigin í hverri umferð farin að vigta nokkuð rausnarlega. Hér að neðan gefur að líta helst umfjallanir frá viðureign okkar manna gegn Blikum en það var Chaz Williams sem leiddi liðið áfram með 30 stig og Milka bætti svo við 25. Elías og Carlos voru ekki með liðinu í gær en báðir eru að glíma við meiðsli og verða vonandi komnir með flugleyfi fyrir næstu umferð en þá mætum við Tindastól í Ljónagryfjunni.

Breiðablik-Njarðvík: Tölfræði leiksins

Vísir.is: Blikar enn sigurlausir eftir sex leiki

Mbl.is: Sex lið jöfn á toppnum

Karfan.is: Njarðvík náði í tvö stig í Smárann

Staðan í deildinni