Falleg gjöf frá Rafverkstði IBPrenta

Körfubolti

Rafverkstæði IB gaf á dögunum fallega gjöf þegar fyrirtækið setti forláta jólakross með lýsingu við leiði Boga Þorsteinssonar. Höfðinglegt framtak sem ber að þakka en Bogi Þorsteinsson er einn af forvígismönnum í íslenskum körfuknattleik.

Bogi sat sem fyrsti formaður Körfuknattleikssambands Íslands árin 1961-1969 og er á meðal stofnenda sambandsins. Hann var einnig formaður KKD UMFN og okkur Njarðvíkinum kær enda markaði hann djúp spor í Ljónagryfjunni og var einnig formaður íþróttafélagsins ÍKF sem fyrst liða á Íslandi varð Íslandsmeistari í körfuknattleik. ÍKF eða Íþróttafélag Keflavíkurflugvallar var skipað starfsmönnum á Keflavíkurflugvelli.

Bogi hlaut Riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1994 fyrir íþrótta- og félagsstörf. Fyrir framlag sitt til íþróttamála hlaut Bogi einnig æðstu viðurkenningu Körfuknattleikssambands Íslands, eða heiðurskross.