Fyrirliðinn Júlía Scheving Steindórsdóttir, Erna Freydís Traustadóttir og Jóhanna Lilja Pálsdóttir hafa allar samið við kvennalið Njarðvíkur til næstu tveggja ára. Allar þrjár eru mikilvæg púsl í heildarmynd kvennaliðsins sem vakti verðskuldaða athygli í vetur og ætla sér enn stærri hluti á komandi vertíð.
Júlía sem er 21 árs gömul var með 5,8 stig, 7,9 fráköst og 2,9 stoðsendingar að meðaltali í vetur og Erna Freydís sem er 19 ára og kom inn á miðri leiktíð var með 13 stig, 4 fráköst og 1,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hin 18 ára gamla Jóhanna Lilja var með 11,7 stig, 4,7 fráköst og 1,8 stoðsendingu á leik.
Mynd/ Ásgeir: Kristín Örlygsdóttir formaður KKD UMFN ásamt þeim Jóhönnu, Júlíu og Ernu.