Erna, Júlía og Jóhanna í grænu næstu tvö árinPrenta

Körfubolti

Fyrirliðinn Júlía Scheving Steindórsdóttir, Erna Freydís Traustadóttir og Jóhanna Lilja Pálsdóttir hafa allar samið við kvennalið Njarðvíkur til næstu tveggja ára. Allar þrjár eru mikilvæg púsl í heildarmynd kvennaliðsins sem vakti verðskuldaða athygli í vetur og ætla sér enn stærri hluti á komandi vertíð.

Júlía sem er 21 árs gömul var með 5,8 stig, 7,9 fráköst og 2,9 stoðsendingar að meðaltali í vetur og Erna Freydís sem er 19 ára og kom inn á miðri leiktíð var með 13 stig, 4 fráköst og 1,1 stoðsendingu að meðaltali í leik. Hin 18 ára gamla Jóhanna Lilja var með 11,7 stig, 4,7 fráköst og 1,8 stoðsendingu á leik.

Mynd/ Ásgeir: Kristín Örlygsdóttir formaður KKD UMFN ásamt þeim Jóhönnu, Júlíu og Ernu.