Erna hlaut Áslaugarbikarinn og Snjólfur fékk ElfarsbikarinnPrenta

Körfubolti

Iðkendur aldrei fleiri en nú!

Lokahóf yngri flokka Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur fór fram í Ljónagryfjunni í dag þar sem veglegt yngriflokkastarf félagsins var gert upp. Erna Freydís Traustadóttir hlaut Áslaugarbikarinn sem nú var afhentur í þriðja sinn í sögu félagsins en Snjólfur Marel Stefánsson hlaut Elfarsbikarinn sem afhentur hefur verið í rúman aldarfjórðung! Iðkendur í yngriflokkum hafa aldrei verið fleiri en í ár eða 269 talsins, 154 stúlkur og 115 drengir og er það aukning um 65 iðkendur frá fyrra ári!

Áslaugar- og Elfarbikarinn eru jafnan afhentir efnilegustu leikmönnum félagsins á yngriflokka aldri og þeim sem eru fyrirmyndir fyrir yngri leikmenn utan sem innan vallar. Bæði Áslaug og Elfar heitin voru virk í starfi félagsins og voru fulltrúar frá fjölskyldum þeirra sem sem afhentu bikarana í dag. Áslaugarbikarinn afhenti Elína María Óladóttir systir Áslaugar og feðgarnir Jón Þór Elfarsson og Elfar Þór Jónsson afhentu Elfarsbikarinn.

Áslaugarbikarinn:

Áslaugarbikarinn í ár hlýtur Erna Freydís Traustadóttir leikmaður unglinga-  og meistaraflokks félagsins. Erna var lykilmaður í unglingaflokki í vetur og í seinni hluta vetrar var hún orðin mikilvægur leikmaður meistarflokks félagsins. Erna er mikil fyrimynd fyrir unga leikmenn bæði utan og innan vallar. Hún æfir vel og sinnir íþróttinni af sóma. Erna var nú fyrir skömmu valin í U 18 ára lið Íslands  sem tekur þátt í Norðurlanda- og Evrópumóti í sumar, það verður skemmtilegt að fylgjast með henni í sumar og næstu ár með Njarðvík.

Elfarsbikarinn:

Elfarsbikarinn í ár hlýtur Snjólfur Marel Stefánsson leikmaður í unglinga- og meistaraflokks. Snjólfur er kröftugur og duglegur leikmaður sem allir mega taka til fyrirmyndar. Snjólfur æfir vel og hefur tekið gríðarlegum framförum síðustu tvö tímabil. Hann er lykilmaður í unglingaflokki og átti frábært ár með þeim. Hann er einnig nú þegar orðinn einn af lykilleikmönnum meistaraflokks og til að mynda byrjaði hann inná  í nokkrum leikjum í vetur. Snjólfur var valinn í landsliðhóp Íslands skipað leikmönnum undir 20 ára sem mun taka þátt í lokakeppni Evrópu í sumar. Við óskum Snjólfi innilega til hamingju.

UMFN átti svo 13 leikmenn sem voru valin í æfingahópa yngri landsliða fyrir komandi átök í sumar, þar sem farið er bæði á Norðurlandamót og í Evrópukeppni.

Félagið eignaðist tvenna Íslandsmeistara í vetur í 8. flokki kvenna og 10. flokki kvenna. Samanlagt voru 5 lið frá Njarðvík á úrslitahelgi Íslandsmóts yngriflokka nú í vor. Að lokinni verðlaunaafhendingu var iðkendum boðið upp á grillaðar pylsur, svala og poppkorn og vill unglingaráð Körfuknattleiksdeildar UMFN koma á framfæri innilegu þakklæti til allra þeirra sem lögðu hönd á plóg við að gera daginn virkilega skemmtilegan og farsælan.

Myndasafn frá lokahófinu í dag

Verðlaun yngri flokka sem afhent voru í dag:

Minnibolti kvenna:
Mikilvægasti leikmaðurinn: Lovísa Bylgja Sverrisdóttir
Efnilegasti leikmaðurinn: Agnes Fjóla Georgsdóttir
Mestu framfarir: Rannveig Guðmundsdóttir

Minnibolti karla:
Mestu framfarir:Helgi Bergsson.
Efnilegasti leikmaðurinn: Brynjar Dagur Freysson.
Mikilvægasti leikamaðurinn: Guðjón Logi Sigfússon.

7.flokkur kvenna
Mestu framfarir: Aníta Ýrr Taylor
Í 7.flokki voru valdir tveir mikilvægustu leikmenn:
Krista Gló Magnúsdóttir og Ásdís Hjálmrós Jóhannesdóttir

8.flokkur kvenna
8.flokkur kvenna spilaði 20 leiki á íslandsmótinu í vetur og unnu 19 og enduðu sem Íslandsmeistarar eftir hörku leik við Grindavík.

A lið.
Mikilvægust: Vilborg Jónsdóttir.
Efnilegust:     Anna Lilja Ásgeirsdóttir.
Mestu framfarir:   Sara Mist Díönudóttir.

B liðið.  
Mikilvægust: Eva Sólan Stefánsdóttir.
Efnilegust:   Filoreta Osmani.
Mestu framfarir:   Katrín Freyja Ólafsdóttir.

7.flokkur karla
Mestu framfarir: Sigurður Magnusson
Efnilegasti leikmaðurinn: Kristófer Mikael Hearn
Mikilvægasti leikmaðurinn: Robert Sean Birmingham

8.flokkur karla
Mestu framfarir: Sigurbergur Ísaksson
Efnilegasti leikmaðurinn: Elias Bjarki Palsson
Mikilvægasti leikmaðurinn: Jan Baginski

9.flokkur kvenna
Mikilvægust: Þórunn Friðriksdóttir.
Efnilegust: Lára Ösp Asgeirsdottir.
Mestu: Unnur Ósk Wium.

9.flokkur karla
Mestu framfarir: Thor Keilen
Efnilegasti leikmaður: Hlynur Snær Vilhjálmsson
Mikilvægasti leikmaður: Mikael Máni Möller

10.flokkur kvenna
Stelpurnar í 10. flokki kvenna hafa staðið sig vel í allan vetur. Þær töpuðu aðeins 3 leikjum í Íslandsmótinu og unnu tvö mót af fjórum. Þær komust í úrslitaleik bikarkeppninnar gegn nágrönnunum úr Keflavík en töpuðu þar eftir hörku leik. Í undanúrslitum unnu þær síðan Keflavík sannfærandi og spiluðu gegn Grindavík til úrslita. Sá leikur er líklega besti leikur liðsins í vetur og skilaði Íslandsmeistaratitli.

Mestu framfarir: Dagrún Inga Jónsdóttir
Efnilegasti leikmaður: Jóhanna Lilja Pálsdóttir
Mikilvægasti leikmaður: Alexandra Eva Sverrisdóttir

10.flokkur karla
Mestu framfarir: Brynjar Berg Tumason,
Efnilegasti leikmaður: Eyþór Einarsson
Mikilvægasti leikmaðurinn: Veigar Páll Alexandersson.

Drengjaflokkur
Mestu framfarir: Guðjón Karl Halldórsson
Efnilegasti leikmaðurinn: Bergvin Einir Stefánsson
Mikilvægasti leikmaðurinn: Gabríel Sindri Möller

Unglingaflokkur kvenna
Mikilvægasti leikmaðurinn: Björk Gunnarsdóttir
Efnilegasti leikmaðurinn: Júlía Scheving Steindórsdóttir
Mestu framfarir: Erna Freydís Traustadóttir

Unglingaflokkur karla
Mestu framfarir: Elvar Ingi Róbertsson
Efnilegasti leikmaður: Snjólfur Marel Stefánsson
Mikilvægasti leikmaður: Jón Arnór Sverrisson