Erlendur Guðnason og Viðar Már Ragnarsson hafa báðir skrifað undir samninga við Knattspyrnudeild Njarðvíkur að leika með félaginu til ársins 2026!
Erlendur Guðna
Erlendur, sem er uppalinn leikmaður í yngri flokkum Njarðvíkur, hefur gert sinn fyrsta meistaraflokkssamning við Njarðvík en hann gekk til liðs við Njarðvík aftur á nýjan leik í vetur eftir að hafa varið menntaskólaárunum á Akureyri og verið á mála hjá KA.
Erlendur sem leikur iðulega stöðu miðjumanns hefur nú þegar leikið 3 leiki í Lengjudeildinni í sumar auk þess að hafa komið við sögu í 2 leikjum í Lengjubikarnum í vetur.
Viðar Már
Viðar Már sem er varnarmaður fæddur árið 2022 hefur verið á mála hjá Njarðvík síðan árið 2022, en þess á milli er hann í UNC Asheville háskólanum í Bandaríkjunum og leikur því einungis hluta af sumrinu hvert ár hér á landi.
Alls hefur Viðar spilað 19 leiki fyrir Njarðvík á vegum KSÍ frá árinu 2022 og hefur nú framlengt samningi sínum við Njarðvík til ársins 2026 og verður því áfram á mála hjá félaginu samhliða háskólagöngu sinni í Bandaríkjunum.
Knattspyrnudeildin óskar Erlendi og Viðari til hamingju með samningana sína!