Erfitt tap í fyrsta heimaleikPrenta

Körfubolti

Fyrsti heimaleikur okkar manna reyndist sárt tap gegn Tindastól í annarri umferð Domino´s-deild karla. Lokatölur 75-83 Tindastól í vil. Logi Gunnarsson fyrirliði fór fyrir Njarðvíkurliðinu í leiknum með 20 stig.

Tindastólsmenn sem léku án Péturs Rúnars Birgissonar spiluðu stíft og hátt uppi á velli allan leikinn. Þeim tókst að ýta okkur úr fjömörgum aðgerðum og voru einfaldlega fastari fyrir í leiknum.

Nokkuð ljóst er að hópurinn þarf að spýta í lófana enda skammt stórra högga á milli því í þriðju umferð er það útileikur gegn Keflavík og þær rimmur þarf vart að kynna nánar fyrir körfuknattleiksáhugafólki. Við efumst ekki um að okkar menn mæta snælduvitlausir inn í Keflavík þann 18. október næstkomandi.

Stemmningin og mætingin á leikinn var frábær í kvöld og þökkum við kærlega fyrir stuðninginn í stúkunni, hann á eftir að fleyta okkur langt í vetur. Við viljum benda á að smávægileg handvömm var á tölfræðinni hjá okkur í kvöld og verður unnið að því að endurstatta leikinn skv. myndbandi.

Myndasafn úr leiknum

#ÁframNjarðvík