Elvar og Vilborg körfuknattleiksfólk Njarðvíkur 2019Prenta

Körfubolti

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur hefur útnefnt Vilborgu Jónsdóttur og Elvar Má Friðriksson körfknattleiksfólk Njarðvíkur árið 2019. Þetta er annað árið í röð sem Vilborg hlýtur þessa útnefningu.

Elvar Már Friðriksson var burðarás í liði Njarðvíkur tímabilið 2018-2019 og að lokinni síðustu leiktíð samdi hann við Boras í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hann nú leiðir deildina í stoðsendingum. Þá var Elvar fastamaður í íslenska A-landsliðinu á árinu og hlutverk hans farið vaxandi á þeim vettvangi með hverjum leiknum. Elvar lauk síðustu leiktíð í Njarðvík með 21, 2 stig, 6,0 fráköst og 5,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Vilborg Jónsdóttir hefur verið einn af kjölfestuleikmönnum meistaraflokks kvenna síðustu tvö tímabil. Í fyrra var hún valin körfuknattleikskona Njarðvíkur og hreppir því heiðurinn annað árið í röð. Á yfirstandandi tímabili er hún með 15,1 stig, 7,3 fráköst og 5,8 stoðsendingar að meðaltali í leik í gríðarlega jafnri og spennandi 1. deild kvenna.  Vilborg hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands síðustu ár og var nýverið valin í æfingahóp U18 kvenna sem kemur saman milli jóla og nýárs til æfinga.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur óskar Vilborgu og Elvar til hamingju með útnefninguna.