Elvar Már kominn heimPrenta

Körfubolti

Það gleður okkur að tilkynna það að Elvar Már Friðriksson er kominn heim og í gær var kláraður samningur við kappann um að klára tímabilið í grænum búningi Njarðvíkur.  Elvar þarf að sjálfsögðu ekki að kynna mikið fyrir stuðningsmönnum enda uppalinn í Ljónagryfjunni….. bókstaflega.  Elvar lenti í erfiðum aðstæðum í Frakklandi og skipulagsbreytingar hjá liði hans þar urðu þess valdandi að samningi hans var sagt upp.    Hugur Elvars leitaði að sjálfsögðu heim í grænt og var allri óvissu um allt annað eytt formlega í gær. Atvinnumanna draumur Elvars er þó ekki lokið en þrátt fyrir það er ekki klásúla í samningi Elvars að hann stökkvi til erlendis þennan veturinn og var það að frumkvæði Elvars að svo yrði.

 

Vissulega gríðarlega góð tíðindi fyrir okkur Njarðvíkinga og styrkir hóp liðsins ennfrekar fyrir komandi tímabil.  “Auðvitað leitaði hugur minn strax heim til Njarðvíkur þegar þessi staða kom upp.  Ég á erfitt með að sjá mig spila fyrir annað félag hérna heima á Íslandi.  Ég er bara virkilega ánægður miðað við mínar aðstæður að þetta er orðið klárt.  Ég hef rætt við Einar þjálfar og hans hugmyndir, fór á æfingu í gær og hitti strákana og þetta lítur allt mjög vel út.  Ég svo sem lít ekki á mig sem einhvern súper leikmann sem ætlar að taka yfir liðið. Þvert á móti þá hlakka ég bara til að komast inn í leik liðsins eins og hann er núna.  Það gengur vel á mestu leiti og ég vona bara að ég geti aðstoðað með að halda því áfram. ” sagði Elvar í samtali við UMFN.is

 

Búast má við því að Elvar verði jafnvel í hóp gegn Grindavík á morgun.