Elsa keppir á HMPrenta

Lyftingar

Heimsmeistaramót í klassískum kraftlyftingum fer fram í Halmstad, Svíþjóð á næstu dögum. Okkar kona, Elsa Pálsdóttir verður á keppnispallinum klukkan 07:00 á íslenskum tíma fimmtudaginn 23.september. Hún keppir í -76kg flokki kvenna (Master 3)

Elsa er búin að eiga frábært keppnis ár þar sem hún hefur slegið heilan helling af íslandsmetum ásamt því að eiga líka nokkur heimsmet. Elsa sló heimsmet er hún tók þátt í evrópumeistaramóti í Pilsen, tékklandi í júlí þar sem hún lyfti mest 130kg í hnébeygju, en það er 14 kg bæting á fyrra heimsmeti. Hún tók svo mest 157,5 kg í réttstöðu, sem er einnig nýtt heimsmet. Með árangri sínum bætti Elsa einnig heimsmetið í samanlögðum árangri um 12,5 kg en hún lyfti samtals 347,5 kg á mótinu.

Elsa er hvergi nær hætt og ætlar að reyna að bæta heimsmetin sín á mótinu á fimmtudag. Við óskum henni góðs gengis!

Streymi af mótinu er að finna hér á youtube síðu IPF (ath. kemur inn á fimmtudagsmorgun)

Mynd: Elsa að lyfta 157,5 kg og bæta heimsmetið í réttstöðulyftu.
Skjáskot af YouTube-síðu Czech Powerlifting