Drengjaflokkur : Sigur í framlengdum leikPrenta

Körfubolti

Drengjaflokkur vann góðan sigur á Grindavík í gær í framlengdum leik í Ljónagryfjunni. Njarðvíkingar höfðu forrustuna lengstan part leiksins en gott áhlaup gestana í seinni halfleik varð til þessa að þeir jöfnuðu og komust yfir þegar um 3 mínútur voru til leiksloka. Grindvík leiddi með 5 stigum þegar 2:50 voru eftir. Með góðum varnarleik komu Njarðvíkingar tilbaka og jöfnuðu leikinn 70 -70 þegar Þorbergur Jónsson skoraði úr 1 af 2 vítum sínum. Grindavík átti lokaskotið en það geigaði og þurfti að framlengja. Njarðvíkingar voru með yfirhöndina í framlengingunni og með flottum varnarleik ásamt því að spila vel saman í sókninni lönduðu þeir sigrinum, lokatölur urðu 83-78.
Strákarnir spiluð vel saman mestan part leiksins og boltinn gekk vel á milli manna. Stigahæstur í gær var Gabríel Sindri Möller með 35 stig og spilaði flotta vörn , næstur kom Ólafur Bergur Ólafsson með 22 stig og fjöldan allan af fráköstum, Þorbergur var með 19 stig og leiddi liðið áfram í fyrri hálfleik með flottum spretti. Jón Magnússon, Jóhann Einarsson, Birgir Hjörvarsson, Bergvin Stefánsson og Guðjón Halldórsson skiluðu allir sínu og börðust í vörn og sókn. Án framlags frá þeim öllum hefði leikurinn ekki unnist.
Næsti leikur hjá Drengjalfokki er gegn Breiðablik í Ljónagryfjunni. Dagsetning kemur síðar.