Drengjaflokkur: Naumt tap gegn toppliði deildarinnar.Prenta

Drengjaflokkur tapaði naumt gegn ÍR 62-68 í Ljónagryfjunni í gær. Strákarnir spiluðu vel mestan part leiksins og leiddu í hálfleiki með 3 stigum. Seinni hálfleikurinn var jafn og börðust okkar strákar um alla bolta þó erfitt hafi verið í frákastabarráttuni gegn stóru liði ÍR. Strákarnir gáfust ekki upp og henntu sér á alla bolta. Vítaskotin voru okkar óvinur í gær og fóru mörg skot forgörðum á mikilvægum tíma leiksins í fjórða leikhluta, einnig töpuðust nokkrir boltar klaufalega en liðið lærir af því og nýtir allt það jákvæða fyrir næstu leiki.
Í gær voru stigahæstu menn Gabríel með 30 stig og Veigar Páll með 17. Allir leikmenn liðsins komu eitthvað við sögu í leiknum og börðust allir fyrir liðið allan tímann.
Mikilvægasti leikur tímabilsins er svo næsta þriðjudag gegn Störnunni í Ásgarði í fjögurra liða úrsitum bikarkeppninnar.