Dominos´deild karla hefst í kvöld: Haukar í heimsóknPrenta

Körfubolti

Í kvöld hefst kepppni á nýjan leik í Domino´s-deild karla eftir keppnisbann sóttvarnaryfirvalda. Andstæðingar Ljónanna í kvöld eru Haukar úr Hafnarfirði og hefst leikurinn kl. 19.15.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Njarðvík TV en við hvetjum alla Njarðvíkinga til þess að taka þátt í að kaupa sér aðgöngumiða inn á leikinn með frjálsum framlögum á:
Kt: 650182-0229
147-26-410

Það er mikið fagnaðarefni að deildin sé komin í gang á nýjan leik en eins og flestum er kunnugt er um áhorfendabann að ræða hið minnsta til 17. febrúar næstkomandi.

Aðrir leikir kvöldsins eru:
Stjarnan-Höttur
KR-Tindastóll
ÍR-Valur

#ÁframNjarðvík