Dapurt gegn HaukumPrenta

Fótbolti

Haukar úr Hafnarfirði sóttu Njarðvíkinga heim á Njarðtaksvöllinn í Inkasso-deild karla í knattspyrnu í kvöld og höfðu 1-2 sigur. Njarðvíkingar virkuð andlausir allan leikinn ef frá eru skildar fyrstu 20 mínúturnar í síðari hálfleik og það nýttu gestirnir sér til hins ýtrasta. Njarðvík náði foristu undir lok fyrri hálfleiks, þegar Helgi Þór Jónsson náði að moka boltanum í netið eftir darraðanans í vítateig Hauka. Það var eiginega gegn gangi leiksins, því Haukar voru mun ákveðnari í fyrrihálfleik og við vorum eiginlega heppnir að vera ekki einu til tveimur mörkum undir þegar við svo náðum að skora.

Heimamenn mættu mun ákveðnari til leiks í síðari hálfleik og settu góða pressu á Haukana fyrsta korterið. En síðan var eins og botninn dytti úr leik liðsins og Haukar gengu á lagið og uppskáru jöfnunarmark á 72. mín., sem var sjálfsmark okkar. Kom þá smá líf í okkar menn og voru líklegri, ef eitthvað var, til að gera sigurmarkið. En það voru samt gestirnir hans séra Friðriks úr Hafnarfirði sem gerðu sigurmarið tveimur mínútum fyrir leikslok, eftir slæm varnarmistök.

Ákaflega svekkjandi niðurstaða því staðreynd, því eftir góða spilamennsku og úrslit á Skipaskaga um síðustu helgi, þá er það engin launung að fyrirfram var töluverð eftirvænting fyrir öflugum leik af okkar hálfu, sem myndu duga til sigurs.
En sú var alls ekki raunin, því liðið virkaði andlaust og í raun óþekkjanlegt. Það er erfitt að skilja hvers vegna, því skilyrði til þess að njóta þess að spila góðan fótbolta voru svo sannarlega til staðar í kvöld. Og svo var líka gríðarlega vel mætt á leikinn og stemmningin með besta móti.

En það er ekkert annað en áfram gakk, því næsti leikur er gegn Fram á heimvelli eftir viku.

Leikskýrslan Njarðvík – Haukar
Fótbolti.net – Skýrslan
Fótbolti.net – Viðtal við Rafn

Myndirnar eru úr leiknum í kvöld