Collier framlengir: Þetta var mér einstaklega gott árPrenta

Körfubolti

Aliyah Collier mun leika með Njarðvíkingum á næstu leiktíð í Subway-deild kvenna. Collier skrifaði undir eins árs samning áður en hún hélt til Bandaríkjkanna á heimaslóðir í sumarfrí.

„Ég Hakka til næsta tímabils með þessu góðu leikmönnum og þjálfurum hjá þessu frábæra félagi. Á næsta tímabili verða gerðar til okkar væntingar og ef við höldum okkur við það sem við gerum vel og stöndum saman þá munum við eiga gott tímabil. Ég setti mér markmið fyrir síðasta tímabil og ég náði flestum þeirra og varð að betri leikmanni, þetta var mér einstaklega gott ár,“ sagði Collier í samtali við heimasíðu Njarðvíkur.

Það er ekki ofsögum sagt að Collier hafi átt gott tímabil sem var að líða en hún skoraði 24 stig í leik auk þess að leiða deildina í fráköstum með 16,4 að meðaltali. Hún var síðan valin besti leikmaður úrslitakeppninnar þar sem hún leiddi Íslandsmeistara Njarðvíkur í flestum tölfræðiþáttum.

Mynd/ Eyþór – Collier og Kristín Örlygsdóttir formaður KKD UMFN við gerð nýja samningsins.