Breyttar aðstæður og nýjar sóttvarnarreglur ÍSÍ vegna æfingaPrenta

Körfubolti

Vegna breyttra aðstæðna og nýrra sóttvarnarregla hefur ÍSÍ gefið út þessar leiðbeiningar sem snúa að æfingum. 

Tekið af heimasíðu KKÍ: 

“Að gert verði hlé á æfingum og keppni í íþróttum með snertingu til 13. ágúst næstkomandi eða þar til núgildandi auglýsing um takmarkanir á samkomum fellur úr gildi.

Ljóst er að venjubundnar æfingar fullorðinna (f. 2004 og fyrr) í körfubolta eru bannaðar til 13. ágúst 2020.”

Sumarnámskeið yngri iðkenda mun halda áfram eins og planið er fyrir ágústmánuð og byrjar þá síðasta námskeiðið á morgun, þriðjudaginn 4.ágúst.

Reglurnar eru með sama sniði og þegar við byrjuðum aftur í maí eftir samkomubannið. Þá komu allir með sinn eigin vatnsbrúsa og engir foreldrar komu inní íþróttahúsin. Einnig er mikilægt að brýna fyrir krökkunum að halda áfram að þvo hendurnar vel fyrir og eftir æfingar. 

Iðkendur fæddir 2004 og fyrr geta ekki sótt þessar æfingar.

13.águst verður svo ákveðið  hvernig æfingum verður háttað í framhaldinu eftir fyrirmælum almannavarna.