Breytingar á útgreiðslu hvatagreiðslnaPrenta

UMFN

Reykjanesbær hefur ákveðið að taka upp annað kerfi við útgreiðslu á hvatagreiðslum Sveitarfélagsins frá og með 1.1.2021. Hvatagreiðslunum verður úthlutað „rafrænt“ í gegnum Nóra skráningarkerfið. Í stuttu máli þá er helsta breytingin sú að greiðslan verður greidd mánaðarlega út til íþrótta-og tómstundafélaganna í stað þess að greiðslan fari til foreldra líkt og núverandi kerfi er.

Þegar að foreldri skráir barn til þátttöku íþrótt eða tómstund þá þarf að tengjast Nóra kerfinu. Ef að æfingagjald er t.d. 80.000 kr. fær foreldrið möguleika á að velja að nýta hvatagreiðslur og getur ráðstafað sjálft greiðslunni – ef að foreldrið ákveður að nýta allan styrkinn þá lækkar  í þessu dæmi talan sem eftirstöðvar er um 40.000 kr. þá fær foreldrið möguleika á að greiða eftirstöðvar með eingreiðslu eða setja í greiðsludreifingu. Reykjanesbær mun svo greiða íþrótta- og tómstundafélögunum einu sinni í mánuði allt árið.

Reykjanesbær mun birta upplýsingar um öll styrkhæf námskeið inn á mittreykjanes.is