Björk og Logi körfuknattleiksfólk UMFN 2017Prenta

Körfubolti

Kjörið á íþróttafólki UMFN 2017 fór fram í Ljónagryfjunni miðvikudaginn 27. desemeber. Sundkonan Sunneva Dögg Robertson var valin íþróttakona UMFN og knattspyrnumaðurinn Andri Fannar Freysson var valinn íþróttamaður UMFN þetta árið.

Við sama tilefni var íþróttafólk hverra deildar félagsins heiðrað en körfuknattleiksmaður UMFN 2017 er Logi Gunnarsson fyrirliði karlaliðs Njarðvíkur og leikmaður A-landsliðs Íslands. Körfuknattleikskona UMFN 2017 er Björk Gunnarsdóttir leikmaður U20 ára landsliðs Íslands og fyrirliði kvennalið Njarðvíkur.

Mynd/ Logi og Björk við hóf Ungmennafélags Njarðvíkur í Ljónagryfjunni.