Bikarúrslit á laugardag!Prenta

Körfubolti

Njarðvík mætir Stjörnunni í Geysisbikarúrslitum karla 2019 eftir frækinn 81-72 sigur á KR í undanúrslitum í Laugardalshöll. Stúkan var græn og stuðningurinn svakalegur, takk kærlega fyrir það enda ómetanlegt að eiga bestu stuðningsmenn landsins!

Logi fyrirliði Gunnarsson fór á kostum í leiknum gegn KR með 16 stig og nokkrar risavaxnar körfur þarna á ferðinni. Okkar menn voru þéttir fyrir og framlagið kom úr mörgum áttum. Eric Katenda kom sterkur inn af bekknum með 15 stig og 11 fráköst en stigahæstur í kvöld var Elvar Már Friðriksson með 18 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar.

Nú er lag! Njarðvíkingar við þurfum að fjölmenna í Laugardalshöll á laugardag og láta vel í okkur heyra, stuðningurinn fleytir liðinu langt.

Miðasala er hafin á tix.is fyrir leikinn og slóðina má nálgast hér:
https://tix.is/is/specialoffer/mpg5herbku5y2

Á þessari slóð rennur allur söluágóði miðanna til KKD UMFN. Við bendum einnig á að föstudagskvöldið 15. febrúar verður líka almenn miðasala í Ljónagryfjunni frá kl. 19:00 þar sem allir Njarðvíkingar eru hvattir til að mæta, næla sér í miða og fá sér rjúkandi kaffibolla. Stjórn KKD UMFN mun einnig liðsinna þeim sem þurfa við að kaupa miða á netinu. Hlökkum til að sjá ykkur í Ljónagryfjunni annað kvöld sem og á laugardag þegar Ljónin okkar leika til úrslita.

#ÁframNjarðvík #Ljónin