Bara tvær vikur eftir-æfa, æfa, æfa!Prenta

Sund

Nú þegar það eru bara tvær vikur þar til liðið okkar leggur af stað á AMÍ er hver einasta æfing gríðarlega mikilvæg. Þar sem þetta er liðskeppni er mikilvægt að hafa í huga að hver sundmaður hefur hlutverk og það er aðeins með því að mæta og æfa 100% vel sem þeir styðja liðið sitt á réttan hátt.