Bætt aðstaða fyrir áhorfendurPrenta

Fótbolti

Undanfarnar vikur hefur knattspyrnudeildin unnið að því að bæta aðstöðu áhorfenda á Njarðtaksvellinum. En með því að vinna sér sæti í Inkasso-deildinni í fyrra var ljóst að það væri von á fleiri áhorfendum á leiki í sumar þó veðrið hafi ekki verið uppá það besta. Deildin festi kaup á 84 fermetra tjaldi frá Danmörku en í því á að vera öll veitingasala ásamt því að áhorfendur eiga möguleika að stinga sér inn ef veðrið er ekki uppá það besta í hálfleik. Tjaldið verður tekið í notkun á morgun þegar Haukar koma í heimsókn í Inkasso-deildinni.

Salurinn í vallarhúsinu er nokkuð minni en tjaldið en mikið hefur fjölgað í Stuðningsmannafélaginu Njarðmönnum og við getum ekki tekið á móti nema broti af félagsmönnum inní salinn. Þá opnar tjaldið fyrir ýmsa nýtingarmöguleika á því fyrir deildinna.

Við þökkum öllum þeim sem hafa aðstoðað okkur við þessa framkvæmd og vonumst til að áhorfendur eigi eftir að vera ánægðir með þessa framkvæmd.