Bæjarglíma í Blue-höllinni í kvöldPrenta

Körfubolti

Njarðvík mætir Keflavík í Subway-deild karla í kvöld kl. 20.00 í Blue-höllinni. Þetta er næstsíðasta umferðin í deildarkeppninni og baráttan um deildarmeistaratitilinn í algleymingi.

Ljónin í 2. sæti deildarinnar með 30 stig, Valur á toppnum með 32 stig og Keflavík og Grindavík þar á eftir bæði með 28 stig. Með kvöldinu eru fjögur stig í pottinum og því enn margt sem getur breyst og því vissara að græna hjörðin fjölmenni á Sunnubrautina í kvöld og styðji vel við bakið á okkar mönnum.

Skemmtilegasti tími ársins er handan við hornið, sjálf úrslitakeppnin og því tilvalið að nota leikinn í kvöld til að skerpa á söngröddinni og sýna í verki að sjötti maðurinn í stúkunni hefur sitt að segja!

Áfram Njarðvík