Aron Snær gengur til liðs við NjarðvíkPrenta

Fótbolti

Aron Snær Friðriksson gengur til liðs við Njarðvík!

Markvörðurinn, Aron Snær Friðriksson hefur skrifað undir samning við Njarðvík sem gildir út keppnistímabilið 2025.
Aron, sem er 26 ára gamall, gengur til liðs við okkur frá KR þar sem hann hefur spilað síðustu tvær leiktíðar. Aron er upprunalega úr Grindavík en hefur einnig verið á mála hjá Breiðablik, Fylki, Vestra og Tindastól auk KR.
Alls á Aron 150 meistaraflokksleiki á vegum KSÍ, en 81 þeirra hefur komið í Bestu deildinni, og 11 þeirra komu í Bestu deildinni á síðustu leiktíð með KR.

Þar að auki á Aron 7 yngri landsleiki fyrir Íslandshönd, en 6 þeirra komu í U21 og einn þeirra fyrir U19.

Gunnar Heiðar, þjálfari Njarðvíkurliðsins sagði um komu Arons: „Við Njarðvíkingar erum gríðarlega sáttir með að fá Aron til liðs við okkur.
Frá því að ég endursamdi við Njarðvík í vor þá hafa allir hjá klúbbnum verið mjög samstilltir á það markmið að taka næstu skref með Njarðvíkurliðið og að fá leikmann sem á 80 leiki í Bestu deildinni er klárlega skref í rétta átt.
Aron hefur að okkar mati sýnt það með KR að hann er klárlega markmaður á Bestudeildar standard og fær hjá okkur frábært svið til að sýna öllum hversu megnugur hann er.“

Knattspyrnudeildinni hlakkar mikið til að sjá Aron í Njarðvíkurtreyjunni og býður Aroni hjartanlega velkomnan til Njarðvíkur!