Þeir Arnór Svansson, Davíð Guðlaugsson og Theodór Guðni Halldórsson skrifuðu undir leikmannasamninga við Njarðvík í kvöld. Þeir Arnór og Davíð voru fastamenn í meistaraflokki sl. sumar en Theodór gengur til liðs við okkur frá Keflavík. Theodór lék með okkur seinnihluta sumarsins 2013 og var kjörin leikmaður ársins og jafnframt markahæstur. Við óskum þeim öllum til hamingju með samningana og bjóðum Theodór velkoin í okkar raðir að nýju. Mynd/ Theodór ásamt þeim Guðmundi Sæmundssyni og Arngrími Guðmundssyni Davíð og Arnór ásamt þeim Guðmundi og Arngrími