Arnar Hallson nýr þjálfari NjarðvíkurPrenta

Fótbolti

Tikynning – Nýr aðalþjálfari!

Knattspyrnudeild Njarðvíkur hefur náð samkomulagi við Arnar Hallson um hann taki við sem aðalþjálfari meistaraflokks. Arnar hefur á sínum ferli m.a. þjálfað meistaraflokk karla hjá Aftureldingu og ÍR.

Njarðvík býður Arnar velkominn til starfa og til félagsins. Arnar er nú staddur ásamt fjölskyldu sinni vestanhafs þar sem hann mun fagna 50 ára afmæli sínu á morgun. Við hlökkum til að taka á móti Arnari í vallarhúsinu þegar hann kemur til baka.

Þá hefur Hólmar Örn jafnframt ákveðið að segja skilið við Njarðvík en Bói tók við þjálfun liðsins ásamt Bjarna Jó í nóvember 2020. Við viljum nýta tækifærið til þess að þakka Bóa fyrir góð störf í þágu félagsins og óska honum góðs gengis í þeim verkefnum sem hann tekur fyrir höndum.