Andri Fannar leikmaður ársinsPrenta

Fótbolti

Andri Fannar Freysson var kjörinn leikmaður ársins á lokahófi meistaraflokks sem fór fram á Réttinum í gærkvöldi. Andri Fannar er vel að þessum komin búin að leika vel og verið fyrirliði liðsins í sumar. Andri Fannar kom víða við í öðrum viðurkenningum líka en hann og Theodór Guðni Halldórsson voru markahæstir hvor með 12 mörk. Hörður Fannar Björgvinsson markvörður var valinn efnilegasti leikmaðurinn og er handhafi Mile bikarsins sem Ungmark gaf og Gunnar Þórarinsson afhenti.

Viðurkenningar fyrir 50 leiki með meistaraflokki fengu þeir Arnar Helgi Magnússon og Magnús Þór Magnússon, Magnús er í námi erlendis og var því ekki viðstaddur. Viðurkenningar fyrir 100 leiki fengu þeir Andri Fannar Freysson, Brynjar Freyr Garðarsson og Styrmir Gauti Fjeldsted.

Þá veittu þau hjónin Gunnar Þórarinsson og Steinunn Sighvatsdóttir deildinn glæsilegar gjafir til bæði barna og unglingastafs svo og meistaraflokks. Knattspyrnudeildin þakkar þeim hjónum kærlega fyrir. Jenný Lárusdóttir framkvæmdastjóri UMFN færði deildinni einng gjöf í fjarveru formanns.

Eins og á að vera á svona lokahófum þá fór mest fyrir því að leikmenn og aðrir gestir voru samankomnir til að skemmta sér. Ólafur Ólafsson Sandgerðingur sá um veislustjórn ásamt því að spila og stjórna fjöldasöng. Leikmenn voru með myndband þar sem farið var í ýmis mál og gefið innsýn inní hverning unnið er að málum. Þjálfarar meistaraflokks voru einnig með myndband þar sem farið var yfir keppnistímabilið.

Í lokin vill stjórn deildarinnar þakka öllum sem komu að þessu glæsilega starfsári, þjálfurum og leikmönnum ásamt fjölskyldum þeirra. Styrktaraðilum fyrir þeirra stuðning við verkefnið og svo hinum fjölmörgu stuðningsmönnum sem mættu á leiki liðsins í sumar.

Mynd/ Andri Fannar leikmaður ársins ásamt Jóni Einarssyni formanni.

IMG_0130

Hörður Fannar ásamt Gunnari Þórarinssyni efnilegasti leikmaðurinn

IMG_0148

Markakóngarnir Andri Fannar og Theodór Guðni

IMG_0146

Leikjafjöldamenn Styrmir Gauti, Andri Fannar, Brynjar Freyr og Arnar Helgi

IMG_0172   IMG_0176

Jón formaður og Bjarni formaður Barna og unglingaráðs taka við gjöfum þeirra Gunnars og Steinunnar