Andlát: Kristbjörn AlbertssonPrenta

Körfubolti

Nýverið bárust Ungmennafélagi Njarðvíkur þau tíðindi að Kristbjörn Albertsson væri látinn. Félagið vottar fjölskyldu og vinum Kristbjarnar samúð sína.

Kristbjörn setti svo sannarlega mark sitt á Ungmennafélagið og verður hans mikla og óeigingjarna starfi aldrei að fullu þakkað. Útförin verður frá Njarðvíkurkirkju þriðjudaginn 26. júlí næstkomandi kl. 13.00.

Nánar verður minningu Kristbjarnar gerð skil hér á miðlum UMFN innan tíðar.

Hvíl í friði kæri vinur.
Ungmennafélag Njarðvíkur

Hér að neðan má sjá færslu frá Jóhannesi syni Kristbjarnar