Aftur tapPrenta

Fótbolti

Ekki tókst okkur að koma liðinu á sigurbraut í kvöld, 3 – 1 tap gegn Gróttu sá til þess. Fyrrihálfleikurinn var ágætur af okkar hálfu og liðið að leika ágætlega á köflum. Grótta náði forystunni á 43 mín en stuttu áður höfðum  við fengið gott færi til að komast yfir.

Seinnihálfleikur var eins og sá fyrri var en heimamenn náðu að setja tvö mörk með stuttu millibili á 62 og 67 mín. Bæði þessi mörk verða að skrifast á varnarleik okkar. Síðustu 10 mín náðum við að setja pressu á heimamenn og á 88 mín skoraði Ivan Prskalo með góðu skoti utan úr teig. Eftir markið hertum við sóknaraðgerðir og vorum ekki langt frá þvi að minnka munin.

Að skora ekki undir lok fyrrihálfleiks en fá mark á okkur í staðinn ásamt þessum tveimur mistökum sem orsökuðu þessi tvö mörk var of stór biti fyrir okkur að vinna upp gegn sprækum Gróttumönnum. Allir þrír nýju leikmennirnir komu við sögu í leiknum Ivan Prskalo byrjaði leikinn en þeir Aliu Djalo og Hilmar Andrew McShane komu báðir inná í seinnihálfleik og áttu ágætis innkomu.

Það er ljóst að við þurfum að bíða til næsta leiks með sigurleik sem vonandi kemur gegn Víking Ólafsvík heima á fimmtudaginn kemur.

Leikskýrslan Grótta – Njarðvík 
Fótbolti,net – skýrslan

Fótbolti.net – viðtal við Rafn Markús