Ævintýri Sunnevu í DohaPrenta

Sund

Ferðasaga Sunnevu úr ferð hennar í æfingabúðir FINA fyrir unga og efnilega sundmenn í tengslum við HM í Doha í Katar. Ferðin hófst þann 2.desember uppá Keflavíkurflugvelli með þeim Ólafi Sigurðssyni og Mladen Tebacevic. Ferðalagið var langt en þess virði fyrir það sem var framundan. Ævintýrið byrjaði í anddyrinu á hótelinu í Doha. Þar fengum við að vita hver herbergisfélagi okkar var. Minn félagi var frá Columbíu, því miður gátum við ekki talað mikið saman þar sem hún talaði nánast enga ensku og ég enga spænsku. Það skipti svo sem engu máli því það voru um 270 krakkar í þessu programi og það vor alveg pottþétt krakkar sem töluðu ensku. Við kynntumst vel þeim Negru Ahmetspahic og Mihajlo Ceprkalo frá Bosníu. Við vorum nánast alltaf saman alla ferðina. Við tókum tvær æfingar á dag. Á morgnana var okkur skipt í tvo hópa. Rútur eitt til fimm byrjuðu á sundæfingu og rútur sex til 10 á fyrirlestrum eða kynningum. Á þeim sundæfingum gerðum við smá tækni og vorum aðalega að vinna á drillum. Á fyrirlestrunum var talað við okkur um t.d. næringu,doping og anti-doping og svo kom Penny Heyns frá Suður-Afríku. Hún talaði við okkur um sundferil sinn og hvernig hún tók á vandamálum sínum í sundi. Maður lærði ekkert smá mikið! Eftir hádegis mat fóru allir hóparnir á æfingu saman. Það þýðir það að við vorum um 270 krakkar á 20 brautum, að meðaltali 13-14 krakkar á einni braut í 25m laug. Krakkarnir sem voru þarna eru ekkert litlir og synda ekkert hægt þannig að það var alveg troðfull laug af flottum sundmönnum. Seinnipartsæfingin var meira um hraða og að koma púlsinum upp. Til þess að láta þetta ganga betur fyrir sig þá röðuðu þjálfararnir okkur upp á brautir eftir morgunæfingunum. Sem sagt fyrstu tveir á brautunum um morguninn áttu að fara á brautir sjö til níu. Ég var ein af þeim sem fór þangað. Þar var búið að koma bestu sundmönnum heims á aldrinum 14-16 á þrjár brautir. Ég hef aldrei þurft að synda með svona mörgum á braut og þetta var allt öðruvísi en að synda með svona mörgum hérna heima, það er frekar erfitt að útskýra þessa tilfinningu. Við gerðum svipaðar æfingar og hinir nema á hraðari tímum, sem betur fer, annars hefði þetta allt farið í flækju. Þjálfararnir voru frábærir! Þau voru átta sem komu. Einn af þeim er þjálfari Missy Franklin. Það mátti segja að þarna vorum við með átta af bestu þjálfara heims. Ég hef aldrei lært jafn mikið á svona stuttum tíma um sund. Það er svo mikið nýtt sem ég vil prufa t.d. allt öðruvísu upphitun fyrir mót, ný drill og ný sett. Eftir seinnipartsæfingarnar fórum við og horfðum á úrslitin. Það er svo miklu skemmtilegra að vera á staðnum heldur en að sitja í sófanum fyrir framan sjónvarpið. Stemningin var alveg rosaleg! Við sáum um 20 heimsmet slegin og um 15 mótsmet. Fullt af sundum sem voru bara uppá brotin og voru að berjast um fyrsta sætið og heimsmetið. Þetta er sú besta ferð sem ég hef farið í og ég vona að Youth program 2016 verði, þá gæti einhver farið frá okkur. Lykillinn er bara að æfa vel og MUNA AÐ NJÓTA ÞESS AÐ ÆFA!