Æfingar yngri flokka fara af stað á fimmtudaginn 19. nóvemberPrenta

Fótbolti

Eins og fram kom nýlega verður íþróttastarf barna heimilt frá og með 18. nóvember. Æfingar hefjast hjá fótboltanum á fimmtudaginn 19.nóvember en verða þó með óhefðbundnu sniði, vegna fjöldatakmarkana í hverju rými.

Hér er æfingatafla sem við vinnum eftir næstu vikur.

ÍSÍ hefur sent frá sér neðangreindar upplýsingar um nýja reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, sem tekur gildi þann 18. nóvember nk.

Helstu breytingarnar sem snúa að íþróttahreyfingunni eru að æfingar barna- og ungmenna fædd 2005 og síðar með og án snertingar verða heimilar á ný jafnt inni sem úti. Athugið að einungis er miðað við að æfingar verði heimilarVerið er að skoða með hvort og þá hvenær gefin verði heimild fyrir keppni.  Engar takmarkanir eru settar varðandi blöndun milli hópa. Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Leikskólabörn og börn í 1.–4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.–10. bekk að hámarki 25 saman. Tveggja metra nándarmörk þarf að virða á milli þjálfara og iðkenda ef það er ekki er unnt að virða 2m. regluna ber að nota andlitsgrímu. Eftir sem áður gilda almennar sóttvarnarráðstafanir.

Íþróttir fullorðinna fæddra 2004 og fyrr, þar með taldar æfingar og keppnir, hvort sem er innan eða utandyra, með eða án snertingar, eru óheimilar.

Gildistími reglugerðanna er frá 18. nóvember til og með 1. desember næstkomandi.


Frá ÍSÍ: Uppfærðar reglur um samkomutakmarkanir frá 18. nóvember

Nýjar reglur um samkomutakmarkanir taka gildi 18. nóvember og hafa þær gildistíma til 1. desember. Heilbrigðisráðuneyti hefur birt upplýsingar um reglugerðina, til viðbótar við það sem áður hafði verið birt og m.a. hefur verið ákveðið að grímuskylda eigi ekki við um börn í 5.-7. bekk.

Frá miðvikudeginum 18. nóvember gildir því eftirfarandi:

  • Æfingar barna á leik- og grunnskólaaldri f. 2005 og síðar eru heimilar jafnt úti sem inni, það á einnig við um sundæfingar.
  • Ekki þarf að halda sömu hópaskiptingu í íþróttastarfi eins og er í grunnskólastarfi.
  • Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi.
  • Leikskólabörn og börn í 1.-4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.-10. bekk að hámarki 25. saman
  • Grímuskylda þjálfara gildir gagnvart börnum í 8.-10. bekk sé ekki mögulegt að viðhafa 2m fjarlægðarreglu.
  • Börn í 1.-7. bekk eru undanþegin grímuskyldu, sé ekki unnt fyrir börn í 8.-10. bekk að viðhafa 2m fjarlægðarreglu utan æfingasvæðis ber þeim að nota grímu.

Áfram leggjum við mikla áhersla á persónulegar sóttvarnir. Mikilvægt er að iðkendur mæti full búin og mæti ekki of snemma á æfingar. Allir sem koma að starfinu með beinum eða óbeinum hætti hafa staðið sig vel í sóttvörnum og munum við halda því góða samstarfi áfram. Það eru forréttindi að geta stundað sína íþrótt á tímum sem þessum.

Nokkur atriði til að hafa í huga:

– Takmörkun foreldra í Reykjaneshöllinni.

– Persónulegar sóttvarnir.

– Þvoðu hendur þínar reglulega með vatni og sápu, minnst 20 sekúndur í hvert skipti. Nota spritt ef ekki er aðgangur að vatni og sápu.

– Forðastu að bera hendur upp að andlitinu, sérstaklega augum, nefi og munni.

– Virðum fjarlægðartakmörk.

– Ef einstaklingur finnur fyrir flensueinkennum þá á að halda sig heima, hringja í 1700 eða hafa samband í gegnum netspjall á heilsuvera.is.

Myndin góða: