Æfingar í Háaleitisskóla ganga velPrenta

Körfubolti

Körfuboltaæfingar fyrir 6-7 ára börn í Háaleitisskóla ganga vel en æfingar hófust í síðustu viku. Það fjölgar með hverri æfingu en Sigurbergur Ísaksson og Raquel Laneiro eru þjálfarar hópsins.

Áður hefur unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur staðið fyrir námskeiðum í Háaleitisskóla en nú eru æfingar fyrir þennan aldurfslokk hafnar með reglubundnum hætti þar sem hópurinn æfir tvisvar sinnum í viku.

Við hvetjum sem flesta til þess að koma og prófa og þeir sem eru áhugasamir um að hefja æfingar að fullu skrá sig í gegnum Sportabler. Hér meðfygljandi eru nokkrar myndir frá einni af fyrstu æfingunum í Háaleitisskóla. Æfingarnar fara fram mánudag og miðvikudaga kl. 16.00-17.00.