Æfingar hefjast aftur fimmtudaginn 22. októberPrenta

Fótbolti

Æfingar hefjast aftur fimmtudaginn 22. október eftir að gert hafi verið stutt hlé á æfingum hjá öllum deildum félagsins vegna fjölgun smita í Reykjanesbæ. Æfingar verða með hefðbundnu sniði, mikil áhersla lögð á persónulegar sóttvarnir. Mikilvægt er að iðkendur mæti full búin og mæti ekki of snemma á æfingar. Allir sem koma að starfinu með beinum eða óbeinum hætti hafa staðið sig vel í sóttvörnum og munum við halda því góða samstarfi áfram. Það eru forréttindi að geta stundað sína íþrótt með óhefluðum hætti á tímum sem þessum.

Við viljum enn og aftur minna á skráningu á https://umfn.felog.is. Ef upp kemur smit þá skiptir það verulegu máli fyrir smitrakningu að iðkandi sé skráður í starfið og þar af leiðandi skráður inni á XPS.

Yngri flokkar Njarðvíkur, bæði í körfuboltanum og fótboltanum hafa verið að færa sig inní forritið XPS network. Í XPS forritnu eru skráðar upplýsingar um æfingar, leiki, mætingu iðkenda o.fl.

Nokkur atriði til að hafa í huga:

– Takmörkun foreldra í Reykjaneshöllinni.

– Persónulegar sóttvarnir.

– Þvoðu hendur þínar reglulega með vatni og sápu, minnst 20 sekúndur í hvert skipti. Nota spritt ef ekki er aðgangur að vatni og sápu.

– Forðastu að bera hendur upp að andlitinu, sérstaklega augum, nefi og munni.

– Virðum fjarlægðartakmörk.

– Ef einstaklingur finnur fyrir flensueinkennum þá á að halda sig heima, hringja í 1700 eða hafa samband í gegnum netspjall á heilsuvera.is.

Áfram Njarðvík