Aðgangskortin komin í sölu, eða ætlar þú ekki bara ganga í stuðningsmannafélagiðPrenta

Fótbolti

Fyrsti leikur í Inkasso-deildinni er á laugardaginn kemur þegar Þróttur Reykjavík kemur í heimsókn. Aðgangskortin eru nú komin í sölu.

Í sumar verðum við með til sölu heimaleikjakort á kr 10.000.- en það gera rúmlega 900 kr á leik. En miðaverð á leik í Inkasso-deildinni er kr.1.500.- Heimaleikjakortið veitir ekki aðgang að veitingum í hálfleik.
Heimaleikjakortið verður til sölu í miðasölunni á leikjum einnig er hægt að senda tölvupóst á njardvikfc@umfn.is og þá göngum við frá afgreiðslu.

Þá er einnig hægt að ganga í Stuðningsmannafélagið Njarðmenn. Þar er hægt að velja um þrjá möguleika. Allir þeir sem vilja ganga í stuðningsmannafélagið geta sent tölvupóst á njardvikfc@umfn.is eða haft samband við framkvæmdastjóra deildarinnar í sína 421 1160 eða 862 6905 og hann gengur frá inngöngu þinni.

A aðild – 15.000 KR
Aðgangnskortið sem gildir á alla 11 heimaleiki Njarðvík í Inkasso-deildinni 2018 og veitir auk þess aðgang að veitingum í hálfleik fyrir korthafa.
Kynningarfundur (búið að halda) fyrir mót ásamt fleiri fundum og samkomum. Reglulegur tölvupóstur til félagsmanna. Aðgangur að Facebook síðu stuðningsmannafélagsins (nýjir félagar sæki um aðgang að síðunni).

B aðild – hjónagjald 22.500 kr
Aðgangnskortið sem gildir á alla 11 heimaleiki Njarðvík í Inkasso-deildinni 2018 og veitir auk þess aðgang að veitingum
í hálfleik fyrir korthafa.
Kynningarfundur (búið að halda) fyrir mót ásamt fleiri fundum og samkomum. Reglulegur tölvupóstur til félagsmanna. Aðgangur að Facebook síðu stuðningsmannafélagsins (nýjir félagar sæki um aðgang að síðunni).

C aðild – 20.000 kr
C aðild er æluð þeim sem vilja styrkja deildina sérstaklega með þessari upphæð eða upphæð sem er hærri en þessi. Þeir sem eru handhafar C aðildar fá boðsmiða á lokahóf meisaraflokks.

Aðgangnskortið sem gildir á alla 11 heimaleiki Njarðvík í Inkasso-deildinni 2018 og veitir auk þess aðgang að veitingum
í hálfleik fyrir korthafa.
Kynningarfundur (búið að halda) fyrir mót ásamt fleiri fundum og samkomum. Reglulegur tölvupóstur til félagsmanna. Aðgangur að Facebook síðu stuðningsmannafélagsins (nýjir félagar sæki um aðgang að síðunni).

Aðgangskortin til félagsmanna munu berast þeim fyrir helgi og menn mæta svo galvaskir á leikinn gegn Þrótti á laugardaginn kl. 14:00.