Aðeins sigur í boði í kvöldPrenta

Körfubolti

Kvennalið Njarðvíkur mætir Fjölni í þriðju undanúrslitaviðureign 1. deildar kvenna í kvöld. Staðan í einvíginu er 2-0 fyrir Fjölni og því dugir okkar konum ekkert annað en sigur til að færa einvígið aftur inn í Ljónagryfju. Viðureign liðanna hefst kl. 20:15 í Dalhúsum í Grafarvogi.

Önnur viðureign liðanna í Ljónagryfjunni var hörkuslagur og nú er einfaldlega komið að þessu, sigur eða sumarfrí svo það er ekki úr vegi að Njarðvíkingar fjölmenni í Grafarvog í kvöld til þess að styðja við bakið á liðinu.

#ÁframNjarðvík