Aðalfundur UMFN 2014Prenta

UMFN

Aðalfundur Ungmennafélags Njarðvíkur var haldinn á 70 ára afmæli félagsins 10. apríl. Þórunn Friðriksdóttir formaður félagsins lét af störfum eftir um 15 ára setu í aðalstjórn. Ólafur Eyjólfsson var kjörinn nýr formaður UMFN. Kjörin til setu í aðalstjórn eru,Thor Hallgrímsson til eins árs, Hermann Jakobsson og Anna Andrésdóttir til tveggja ára.r til tveggja ára Ágústa Guðmarsdóttir og Sigríður Ragnarsdóttir hlutu kjör í varastjórn félagsins. Ólafur Thordersen kom upp til þess að afhenda Ólafsbikarinn en hann hlaut Agnar Már Gunnarsson fyrir mikið og gott starf fyrir félagið. Þórunn Friðriksdóttir afhendi gullmerki UMFN með lárviðarsveig fyrir langt og frábært starf í þágu félagsins, en það er æðsta merki UMFN og geta aldrei fleiri en tíu manns verið handhafar merkisins hverju sinni. Einar Árni Jóhannsson hlaut annað merki félagsins, en fyrsta merkið fékk Hilmar Hafsteinsson árið 2012. Gullmerki UMFN er veitt fyrir 20 ára starf eða keppni fyrir félagið, í ár fengu 4 félagar gullmerki félagsins, þeir eru Erlingur Rúnar Hannesson, Páll Kristinsson, Ragnar Halldór Ragnarsson og Sigmundur Már Herbertsson Snorri Jónas Snorrason hlaut silfurmerki UMFN, sem er veitt fyrir 15 ára starf eða keppni fyrir félagið. Helga G. Guðjónsdóttir formaður UMFÍ færði félaginu góða gjöf ásamt því að heiðra fimm einstaklinga. Friðrik Pétur Ragnarsson, Ólafur Thordersen og Páll Kristinsson hlutu gullmerki UMFÍ. Andrés Þórarinn Eyjólfsson og Thor Hallgrímsson hlutu starfsmerki UMFÍ. Jóhann B. Magnússon formaður ÍRB kom færandi hendi, hann afhenti félaginu hornstein að gjöf, en UMFN er einn af hornsteinum ÍRB. Kristján Pálsson fyrrverandi formaður afhenti félaginu gjöf frá sér og Einari Jónssyni, áritaðan körfubolta frá íslandsmeisturum UMFN árið 2006. Ungmennafélagið færði félagsmönnum að gjöf málverk eftir Hrein Guðmundsson, verkið er yfirlitsmynd yfir Njarðvík þegar félagið var stofnað í apríl árið 1944 séð úr Paradís. Á verkinu eru fyrstu stjórnarmenn félagsins, þá Oddberg Eiríksson, Ólaf Sigurjónsson og Karvel Ögmundsson.