Aðalfundur knattspyrnudeildar 2022Prenta

UMFN

Aðalfundur knattspyrnudeildar Njarðvíkur fór fram í Vallarhúsinu við Afreksbraut 10, þann 28. febrúar síðastliðinn.

Brynjar Freyr Garðarsson var endurkjörinn formaður deildarinnar.

Stjórn 2022 er skipuð eftirfarandi aðilum:

Viðar Einarsson
Styrmir Gauti Fjeldsted
Haukur Aðalsteinsson, fulltrúi meistaraflokksráðs
Styrmir Hafliðason, fulltrúi barna og unglingaráðs

Í varastjórn sitja:
Hjalti Már Brynjarsson
Árni Þór Ármannson
Kristinn Björnsson

Styrmir Gauti, sem eR fyrrverandi fyrirliði Njarðvíkurliðsins, kemur nýr inn í stjórn í stað Trausta Arngrímssonar, sem mun þó halda áfram í meistaraflokksráði deildarinnar.
Þá tekur Haukur Aðalsteinsson við sem formaður meistaraflokksráðs af Gylfa Þór Gylfassyni.

Þá var einnig kosið í meistaraflokksráð fyrir árið 2022 sem er skipað eftirfarandi aðilum:

Aron Hlynur Ásgeirsson
Árni Þór Ármannson
Bjarni Sæmundsson
Davíð Arthur Friðriksson
Davíð Guðlaugsson
Haukur Aðalsteinsson
Hjalti Már Brynjarsson
Hjálmtýr Birgisson
Kristinn Björnsson
Stefán Freyr Thordersen
Lórenz Óli Ólason
Trausti Arngrímsson

Eins og má sjá þá eru fjöldi manns tilbúnir að leggja hönd á plóg fyrir félagið sem er vel.
Með afléttingum á sóttvarnartakmörkunum og hækkandi sólu er sannarlega tími fyrir bjartsýni og vonar ný stjórn og meistaraflokksráð eftir því að sjá sem flesta á Rafholtsvellinum í sumar.

Áfram Njarðvík!