A Team IGS firmamótsmeistariPrenta

Körfubolti

Firmamót körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur fór fram föstudaginn 26. maí í Ljónagryfjunni. Alls tíu lið voru skráð til leiks og var nokkuð um góðar kempur sem léku listir sínar.

Leikið var í tveimur riðlum þar sem A Team IGS hafði sigur í 1. riðli en Humarsalan vann 2. riðil og því mættust liðin í úrslitaleik um firmatitilinn. Illu heilli tókst ekki að ljúka úrslitaleiknum sökum manneklu en þegar frá var horfið hafði A Team IGS yfirburðastöðu og því felldi Humarsalan kónginn sinn og A Team IGS fagnaði sigri.

Að loknum átökunum á parketinu (og þau voru nokkur) var blásið í Pub Quiz þar sem Team Lava Auto með þá Friðrik Inga Rúnarsson, Sigurjón Gauta Friðriksson og Davíð Pál Viðarsson innanborðs höfðu yfirburðasigur í keppninni.

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur vill þakka öllum þeim fyrirtækjum og einstaklingum sem tóku þátt í mótinu fyrir að gera daginn jafn skemmtilegan úr garði. Það er nokkuð ljóst að firmakeppnirnar eiga enn vel upp á pallborðið hjá körfuknattleiksáhugafólki og því ekki langt að bíða þangað til blásið verður í þessa herlúðra á nýjan leik.

Fyrirtækin sem kepptu í firmakeppni KKD UMFN

Riðill
1. Team Lava Auto
2. Lyfta.is
3. A Team IGS
4. Stofnfiskur
5. ÁÁ Verktakar

Riðill 2
1. Ístak
2. Rafholt
3. Félag starfsmanna BS
4. Njarðtak
5. Humarsalan

Myndir/ Sigurlið A Team IGS og sigurvegarar Pub Quiz keppninnar.

LavaQuiz