A og D lið 6. flokks PollamótsmeistararPrenta

Fótbolti

Úrslitakeppni Pollamóts KSI fór fram í gærdag í Hveragerði hjá A og B liðum og voru við með lið í báðu hópum. Bæði lið unnu sína úrslitariðla í dag og léku bæði til úrslita. A liðið lék við ÍBV og vann frábæran sigur 5 – 2 og urðu Pollamótsmeistarar KSÍ.
B liðið lék við Grindavík og tapaði eftir hörkuleik 3 – 1. en frábær árangur hjá strákunum.

Í dag var síðan leikið í keppni D liða á Ásvöllum í Hafnafirði. Við vorum með tvö D lið í úrslitum og unnu bæði lið sína riðla og spiluðu því til úrslita og fengum því gull og silfur þar í dag.

Fínn árangur í Pollamóti KSÍ í ár tvö gullverðlaun og tvö með silfur.

Þá léku stelpurnar í 6. flokki einnig úrslitakeppni Hnátumótsins. Þar var á brattann að sækja gegn góðum liðum en fín reynsla.

Efsta mynd/ Pollamótsmeisarar A og D lið 6.flokks ásamt Inga Þór Þórissyni þjálfara