Vinavika UMFNPrenta

UMFN

Vinavika UMFN var dagana 10-14.okt. s.l. og tókst afar vel þrátt fyrir mikið slagviðri alla vikuna.

Eins og ævinlega þá var vel mætt á allar æfingar hjá deildunum sem buðu krökkum frítt á æfingar þessa daga, og reynum við að ná til þeirra sem ekki eru í íþróttum, en langar að prufa og þá er tilvalið að fara með vini, það er auðveldara að fara saman tvö eða fleiri.
Það er von okkar hjá UMFN að þetta skili einhverjum einstaklingum til áframhaldandi íþróttaiðkunnar.

“OPNI DAGURINN” var svo miðvikudaginn 12.okt. í Íþróttahúsinu í Njarðvík, og þá var mikið húllum-hæ í íþróttasalnum þar sem deildirnar leyfa krökkunum að spreyta sig í öllum greinum, afar vel var mætt og voru þetta um 100 krakkar.

Aðal númerið var síðan Jón Jónsson, tónlistarmaður og knattspyrnumaður sem fór á kostum, fékk krakkana með sér í söngnum, spjallaði á milli laga, og sýndi líka fótboltatakta, var hann alveg einstaklega líflegur og skemmtilegur og náði vel til allra.